Guðmundur Árni Stefánsson sem hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sem oddviti listans fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Hann segir að tími sé komin til að breyta stjórnarháttum í Hafnarfjarðarbæ.

Rætt er við Guðmund Árna Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld sem hefst klukkan 18:30.

Guðmundur Árni á langan pólitískan feril að baki sem þingmaður, ráðherra, bæjarstjóri og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Undanfarin 16 ár hefur hann gegnt embætti sendiherra.