Sasha Walpole er konan sem Harry Bretaprins missti sveindóminn sinn með. Sjálf þagði hún yfir þessu í 21 ár en þegar Harry skrifaði um þetta í bókinni sinni Spare vissi hún að það yrði bara tímaspursmál hvenær leyndarmálinu yrði uppljóstrað.

Harry fer í smáatriðum yfir kynni þeirra Söshu í bókinni og segir hana hafa „komið fram við sig eins og ungan graðhest.“ Hann talar einnig um hana sem eldri konu þrátt fyrir að hún sé aðeins tveimur árum eldri en hann sjálfur. Í dag er hún gift tveggja barna móðir.

Harry sagði kynnin hafa verið heit og stórkostleg en Sasha talar um þetta sem skyndikynni [e. Quicky] af tveimur ölvuðum einstaklingum að stunda kynlíf á engi. Hún sjái ekki eftir þessu vegna þess að hannn sé Harry Bretaprins heldur vegna þess að þau hafi verið ágætis vinir. Þau hafi ekki verið í neinum samskiptum frá þessu kvöldi. „Ég skil ekki hvers vegna hann fjallar í svona miklum smáatriðum um þetta. Það hefði verið nóg að segja að hann missti sveindóminn.“

Mynd tekin 2001á Beaufort póló klúbb. Sasha Walpole er konan sem stendur við hlið Harry.
Fréttablaðið/Getty