„Ég hef verið að mælast inni og úti í þessum könnunum þannig það stefnir í spennandi kosninga­nótt fyrir mig,“ segir Pawel Bar­toszek borgar­full­trúi Við­reisnar en sam­kvæmt nýjustu niður­stöðum könnunar Prósents sem fram­kvæmd var fyrir Frétta­blaðið fær Við­reisn að­eins einn full­trúa í borgar­stjórn og Pawel myndi sam­kvæmt þessu ekki halda á­fram.

„Við erum ei­lítið að bæta við okkur frá síðustu könnun Prósents, og ég geri ráð fyrir því að þýðið sé það sama, þannig það er ein­hver ei­lítill með­byr með okkur. En þú finnur ekki stjórn­mála­mann sem vill ekki fá meira í könnun en hann fær þannig við erum alveg þar,“ segir Pawel og að þau stefni að því að halda hlut Við­reisnar og gott betur.

„En meiri­hlutinn stendur vel í þessari könnun og öðrum könnunum,“ segir Pawel og að það sér sér­stak­lega gleði­legt því að um­ræðan hafi á tímum á kjör­tíma­bilinu verið meiri­hlutanum mjög ó­vægin.

Spurður út í kosninga­þátt­tökuna á laugar­dag og annað sem er að gerast sem geti haft á­hrif á hana segir Pawel að hann viti að margir séu að ferðast eða ætli út úr bænum en að það sem hafi lík­lega mest á­hrif er tíma­setning kosninganna.

„Þessi tíma­setning gerir ungu fólki erfitt að taka þátt. Þetta er í miðjum prófum og það hefur þau á­hrif að það hefur verið erfiðara að fá ungt fólk í pólitísku starfi til þátt­töku. Þetta er von­laus tími fyrir þau og ég biðla til ríkis­stjórnar og Al­þingis að endur­skoða þetta því ef þetta verður tíma­setningin verður mjög lítið af ungu fólki sem tekur sæti í sveitar­stjórnum og það hefur líka þau á­hrif að þau munu síður kjósa því færri í þeirra nær­um­hverfi eru að taka þátt. Það er á­stæða til að óttast að þessir þættir geti haft á­hrif á kjör­sókn,“ segir Pawel en kosningarnar eru um tveimur vikum fyrr en þær hafa síðustu ára­tugi verið síðustu helgina í maí.