Ugla Stef­an­í­a Kristj­ön­u­dótt­ir Jóns­dótt­ir, for­mað­ur Trans Ís­land og bar­átt­u­kon­a fyr­ir rétt­ind­um hin­seg­in fólks, seg­ir að það skipt­i mikl­u máli að á Ís­land­i hafi aldr­ei set­ið fleir­a hin­seg­in fólk á þingi og segir að mikilvægt sé að fjall­að sé um það.

Fjall­að var um mál­ið á vef Frétt­a­blaðs­ins fyrr í vik­unn­i og í at­hug­a­semd­um við frétt­in­a má sjá að ekki eru all­ir sam­mál­a því að um merk­is­frétt­ sé að ræða. Ugla Stef­an­í­a bend­ir á það sé alls ekki rétt. Um sé að ræða mikil tím­a­mót og að sýn­i­leik­i fyr­ir hin­seg­in fólk sé gríð­ar­leg­a mik­il­væg­ur.

Á Fac­e­bo­ok-síðu sinn­i hef­ur hún tek­ið sam­an at­hug­a­semd­ir við frétt Frétt­a­blaðs­ins þar sem fjöl­marg­ir segj­a frétt­in­a ó­smekk­leg­a, ó­við­eig­and­i og telj­a hrein­leg­a að þess­ar upp­lýs­ing­ar eigi ekki er­ind­i til al­menn­ings. Það skal þó tek­ið fram að það fólk sem fjall­að er um í frétt­inn­i er op­in­ber­leg­a hin­seg­in.

„Mér finnst þett­a af­hjúp­a skoð­an­ir fólks. Að þeim finn­ist ó­þæg­i­legt að tala um hin­seg­in­leik­a fólks. Ég held að þett­a snú­ist meir­a um þett­a en nokk­uð ann­að,“ seg­ir Ugla.

Búa enn við fordóma

Í færsl­unn­i sem Ugla deil­ir bend­ir hún á að á Ís­land­i upp­lif­i hin­seg­in fólk enn for­dóm­a, mis­mun­un, hindr­an­ir og jafn­vel of­beld­i, fyr­ir það eitt að vera það sjálft.

„Það er mjög mik­il­vægt að hin­seg­in fólk sé sýn­i­legt í á­hrif­a­stöð­um. Þann­ig auð­vit­að er þett­a mik­il­vægt. Af því að fólk er viss­u­leg­a fólk, en hin­seg­in fólk þarf enn að tala um að það sé hin­seg­in á Ís­land­i af því að við erum ekki kom­in þang­að enn að all­ir séu jafn­ir og fólk fái að vera þau sjálf,“ seg­ir Ugla.

Hún bendir á að samkvæmt mælingum búi hinsegin fólk ekki við fullt jafnrétti á Íslandi.

Mér finnst þett­a af­hjúp­a skoð­an­ir fólks. Að þeim finn­ist ó­þæg­i­legt að tala um hin­seg­in­leik­a fólks.

„Við búum held­ur ekki við fullt jafn­rétt­i hér­lend­is í lag­a­leg­um skiln­ing­i. Ís­land er að­eins með 54% á Regn­bog­a­kort­i ILGA-Eur­op­e, sem fjall­ar um lag­a­leg­a stöð­u hin­seg­in fólks í Evróp­u. Það er aug­ljós­leg­a margt á­bót­a­vant. Við vild­um ef­laust flest bara fá að vera fólk og vera við í frið­i - en við bók­staf­leg­a get­um það ekki út af þeim hindr­un­um sem við lend­um á í okk­ar dag­leg­a lífi,“ seg­ir Ugla.

Hún seg­ir að sýn­i­leik­i hin­seg­in fólks sé gríð­ar­leg­a mik­il­væg­ur og nefn­ir sem dæmi Dönu Intern­at­i­on­al sem sigr­að­i Eur­o­vis­i­on árið 1998.

„Ég hafð­i aldr­ei áður séð trans mann­eskju í svon­a hlut­verk­i - hún var það best­a sem ég hafð­i séð. Ég viss­i þá að allt væri mög­u­legt og ég væri ekki ein,“ seg­ir Ugla.

Hún seg­ir að lok­um að fyr­ir fólk sem hafi aldr­ei þurft að spá í þess­u þá sé þett­a ef­laust ekk­ert til­tök­u­mál, en að fyr­ir hin­seg­in fólk, sé þett­a hjart­ans máls og seg­ir að það sé aldr­ei ó­smekk­legt að tala um hin­seg­in­leik­a þeirr­a.

„Sama hvað virk­um í at­hug­a­semd­um finnst,“ seg­ir hún og ósk­ar svo þing­mönn­un­um fjór­um til ham­ingj­u með þing­sæt­i sín.

Færsl­un­a er hægt að sjá hér fyr­ir neð­an.