Í vikunni fagnar Til­vera, sam­tök um ó­frjó­semi, þrjá­tíu ára af­mæli. Til að fagna af­mæli sam­takanna hefur verið skipu­lögð veg­leg af­mælis­dag­skrá sem hófst lýkur 10. nóvember. Þá verður Perlan einnig upp­lýst alla vikuna í fjólu­bláum ljósi, sem er litur Til­veru.

Binný Einars­dóttir, for­maður sam­takanna, segir í sam­tali við Frétta­blaðið, að eitt af mark­miðum vikunnar sé að auka um­ræðu í sam­fé­laginu um ó­frjó­semi. Fé­lagið var stofnað árið 1989 í þeim til­gangi að standa vörð um hags­muni þeirra sem eiga við ó­frjó­semi að etja, eða þurfa að­stoð við barn­eignir, en raunin er sú að 1 af hverjum 6 er í þeim sporum.

„Um­ræðan er þó alltaf að verða meiri og meiri,“ segir Binný.

Ófrjósemi þegar fólk reynir í eitt ár eða lengur

Um 230 fé­lags­menn eru í fé­laginu en að sögn Binnýjar er sú tala þó ekki lýsandi fyrir um­fang vandans. Margir séu hrein­lega í af­neitun með það að þau glími við ó­frjó­semi, auk þess sem margir hætti í fé­laginu þegar þeim tekst að eignast barn.

„Það telst ó­frjó­semi þegar fólk er búið að reyna í eitt ár eða lengur,“ segir Binný að lokum.

Sálfræðimeðferð mikilvæg

Helstu bar­áttu­mál fé­lagsins eru að fá niður­greiddar með­ferðir, að niður­greiðsla sé óháð því hvort að fólk eigi börn fyrir og að þau sem glími við ó­frjó­semi fái niður­greidda sál­fræði­með­ferð.

„Þetta er ó­trú­lega mikil sorg, þegar fólk fær nei­kvæða niður­stöðu,“ segir Binný.

Verk­efni fé­lagsins eru fjöl­breytt en í sam­ræmi við helstu bar­áttu­mál fé­lagsins. Þau veita al­menna fræðslu og stuðning fyrir fé­lags­menn og að­stand­endur þeirra auk þess sem þau reka styrktar­sjóð í þeim til­gangi að styrkja fé­lags­menn sem eiga ekki rétt á niður­greiðslu í glasa- eða smá­sjár­með­ferðum.

Hægt er að kynna sér fé­lagið nánar hér á heima­síðu þeirra. Dag­skrá af­mæli­s­vikunnar má sjá hér að neðan.

Dagskrá afmælisvikunnar.
Mynd/Tilvera