Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­vörnum, býst við því að hægt verði að kynna til­slakanir á gildandi sam­komu­tak­mörkunum eftir næstu helgi. Hættu­mat sé í gangi hjá sótt­varna­yfir­völdum en hug­myndir um til­slakanir hafi verið ræddar. Þetta sagði Víðir í kvöld­fréttum Rúv í kvöld.

Eins og greint var frá í dag er Ís­land nú með lægsta ný­gengi smita af öllum löndum Evrópu, tæp­lega 55 á hverja 100 þúsund íbúa á síðustu tveimur vikum. Vel hefur gengið að takast á við far­aldurinn hér á síðustu vikum eftir að sam­komu­tak­markanir voru hertar í 10 manns. Betur gekk þó að ráða niður­lögum fyrri bylgjunnar í vor.

„Þá var miklu minna um svona stór hóp­smit eins og við höfum séð núna. Og svo sjáum við undan­farið þessi klasa­smit eins og við köllum það þar sem svona sex til tíu manns eru að smitast í tengslum við ein­hverja eina stað­setningu. Það er miklu meira um svo­leiðis,“ segir Víðir.

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir mun vinna til­lögur sínar um næstu sam­komu­tak­markanir í vikunni.
Fréttablaðið/Anton Brink

Vonandi nokkuð eðlileg jól

Nú­verandi sam­komu­tak­markanir miða við að 10 manns megi koma saman. Þær gilda til 1. desember, sem er þriðju­dagurinn eftir rúma viku. „Það er nú bara ekkert mjög langt í það. Hættu­mat og annað er í gangi núna til að meta hvað verður til ráða þá og Þór­ólfur [Guðna­son sótt­varna­læknir] mun örugg­lega vinna það í vikunni. Það þarf að kynna það svona upp úr næstu helgi.“

„Það eru hug­myndir um það að slaka á ein­hverju og ef þetta heldur svona á­fram þá verður hægt að rýmka ýmis­legt sem gerir það að verkum að við getum haldið jólin í ein­hverju skárra formi en við kannski sáum fyrir tveimur vikum síðan.“