Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, greindi frá því á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag að til­slakanir á sam­komu­banni taki að öllum líkindum gildi um miðja viku. Hann vildi þó ekki greina frá því hvaða til­slakanir hann hafði lagt til í minnis­blaði sínu til heil­brigðis­ráð­herra en sagði þær upp­lýsingar vera væntan­legar á morgun.

„Það það er ó­hætt að segja að það hafi skapast núna góðar að­stæður til að slaka enn meira á sótt­varnar­að­gerðum innan­lands,“ sagði Þór­ólfur.

„For­sendan fyrir því að hægt yrði að slaka veru­lega á hérna innan­lands er í fyrsta lagi að far­aldurinn sé í lág­marki og svo hins vegar að við séum búnir að ná nokkuð góðum tökum á á landa­mærunum.“ Þær að­stæður hafi vissu­lega myndast hér á landi enda hafa að­eins tvö smit greinst síðustu tíu daga.

Viljum ekki bak­slag

Þór­ólfur sagði sam­fé­lagið nú vera að feta sig á­fram í af­léttingum en þó verði enn að gæta fyllstu var­úðar. „Eins og áður þá mun örugg­lega ein­hverjum þykja að það sé farið of bratt í af­léttingar á meðan öðrum finnst vafa­laust allt of hægt farið en ég tel að við getum farið í tölu­verða til­slakanir núna í ljósi þess árangurs sem við höfum náð erum að gera það var­lega.“

Á­fram þurfi þó að gæta ein­stak­lings­bundna sótt­varna. „Það er kjarninn í því sem við höfum verið að gera og verður á­fram.“ Það sé lykil­at­riði þess að halda far­aldrinum niðri. „Við viljum ekki fá bak­slag núna á þessari stundu.“

Minnis­blað birt á morgun

Þór­ólfur sagði til­slakanir væntan­lega koma til fram­kvæmda um miðja viku. „Í til­lögunum legg ég til ýmsa til­slakana en eins og áður segir er ég ekki til­búinn til þess að ræða þær í smá­at­riðum.“

Heil­brigðis­ráð­herra og stjórn­völd muni sjá til þess að til­kynna nýjar sótt­varna­reglur. „Ég geri ráð fyrir því að minnis­blaðið verði jafn­vel birt á morgun eftir ríkis­stjórnar­fund.“