Klínískar til­raunir með til­rauna­lyf banda­ríska lyfja­fram­leiðandans Pfizer við Co­vid-19 tókust svo vel að þeim var hætt fyrr en til stóð. Sam­kvæmt þeim dregur lyfið úr líkum á sjúkra­hús­inn­lögnum eða dauða af völdum Co­vid um 89 prósent hjá full­orðnum með undir­liggjandi á­hættu­þætti.

Þetta er annað lyfið sem þróað hefur verið gegn Co­vid-19 en lyfja­fyrir­tækið Merck hefur fengið leyfi frá breskum stjórn­völdum fyrir lyfinu molnupira­vir. Til­raunir með það hafa einnig gengið vonum framar og sam­kvæmt þeim dregur það mikið úr líkum á inn­lögnum eða dauða af völdum Co­vid.

Lyf Pfizer kallast Paxlo­vid og er hugsað einkum fyrir eldri borgara og fólk með undir­liggjandi á­hættu­þætti. Líkt og molnupira­vir er um veiru­hamlandi lyf að ræða.

Fyrir­tækið gerir ráð fyrir að leggja niður­stöður til­raunanna fyrir banda­ríska lyfja­eftir­litið innan skamms sem hluta af um­sókn þess um bráða­birgða­heimild fyrir notkun lyfsins.