For­seti Banda­ríkjanna, Donald Trump, segist ekki hafa á­hyggjur af til­rauna­skotum Norður-Kóreu­manna á dögunum. Það segir hann þvert á yfir­lýsingar hans æðstu ráð­gjafa og leið­toga annarra ríkja. Á laugar­dag John Bol­ton, yfir­maður þjóðar­öryggis­mála, að skotin væru brot á al­þjóða­lögum. For­sætis­ráð­herra Japans hefur sagt skotin „sér­stak­lega hryggi­leg“. Bæði Bol­ton og Abe sögðu að skotin væru brot á á­lyktunum Sam­einu þjóðanna.

Trump sagði í færslu sem hann birti á Twitter í nótt að til­rauna­skotin hafi valdið ein­hverju af hans fólki á­hyggjum, en ekki honum. Hann segir að hann sé viss um að Kim Jong-Un, leið­togi Norður-Kóreu, muni standa við lof­orð sín. Hann segist velta því fyrir sér hvor hann hafi jafn­vel verið að senda sér skila­boð þegar hann sagði Joe Biden vera með lága greindar­vísi­tölu „og annað verra“, en þau orð eru höfð eftir Jong-Un í norður-kóreskum fjöl­miðlum.

Er í Japan til að ræða efnahags- og öryggismál

Trump er eins og í opin­berri heim­sókn til Japan þar sem hann hyggst ræða við­skipti og öryggis­mál. Til­rauna­skot Norður-Kóreu og kjarn­orku­verk­efni þeirra eru þar ef­laust efst á lista. Japan er á­litinn einn helsti banda­maður Banda­ríkjanna í bæði efna­hags- og öryggis­málum. Í for­seta­tíð sinni hefur Trump reglu­lega heim­sótt Japan og for­sætis­ráð­herra landsins, Shinzo Abe. Leið­togarnir tveir snæddu morgun­verð saman í morgun áður en þeir héldu út til að spila golf saman. Á meðan hann dvelur í Japan mun hann einnig vera við­staddur súmó­keppni og hitta ný­krýndan keisara Japan, Nar­u­hito.