Ríkis­lög­reglu­stjóri og ISAVIA segja í sam­eigin­legri yfir­lýsingu að það hafi aldrei verið ætlun þeirra að „hefta störf fjöl­miðla með nokkrum hætti“ í síðustu viku. Þau segja að við yfir­ferð á fram­kvæmd hafi komið í ljós að til­mæli voru ekki nægi­lega skýr og harma þau bæði að svo hafi verið. Þá kemur fram að verk­ferlar og verk­lag í slíkum málum verði tekið til „gagn­gerrar endur­skoðunar“ svo að hægt sé að koma í veg fyrir ó­skýr­leika á vett­vangi.

Að­gerðirnar sem um ræðir á flug­vellinum voru þann 3. Nóvember en þá voru frétta­maður og töku­maður frá RÚV reyndu að mynda brott­vísun fimm­tán ein­stak­linga frá Kefla­víkur­flug­velli, en farið var með þau í leigu­flugi um miðja nótt. Eins og greint hefur verið frá beindu starfs­menn ISAVIA flóð­lýsingu að frétta­mönnum og sögðu svo í kjöl­farið hafa verið að fylgja fyrir­mælum frá lög­reglu.

Í yfir­lýsingunni segir að full­trúar frá bæði Ríkis­lög­reglu­stjóra og Isavia hafi fundað um málið í dag. Á morgun fundar ríkis­lög­reglu­stjóri með Blaða­manna­fé­lagi Ís­lands um málið.