Ríkislögreglustjóri og ISAVIA segja í sameiginlegri yfirlýsingu að það hafi aldrei verið ætlun þeirra að „hefta störf fjölmiðla með nokkrum hætti“ í síðustu viku. Þau segja að við yfirferð á framkvæmd hafi komið í ljós að tilmæli voru ekki nægilega skýr og harma þau bæði að svo hafi verið. Þá kemur fram að verkferlar og verklag í slíkum málum verði tekið til „gagngerrar endurskoðunar“ svo að hægt sé að koma í veg fyrir óskýrleika á vettvangi.
Aðgerðirnar sem um ræðir á flugvellinum voru þann 3. Nóvember en þá voru fréttamaður og tökumaður frá RÚV reyndu að mynda brottvísun fimmtán einstaklinga frá Keflavíkurflugvelli, en farið var með þau í leiguflugi um miðja nótt. Eins og greint hefur verið frá beindu starfsmenn ISAVIA flóðlýsingu að fréttamönnum og sögðu svo í kjölfarið hafa verið að fylgja fyrirmælum frá lögreglu.
Í yfirlýsingunni segir að fulltrúar frá bæði Ríkislögreglustjóra og Isavia hafi fundað um málið í dag. Á morgun fundar ríkislögreglustjóri með Blaðamannafélagi Íslands um málið.