Erlent

Tillerson varar við Rússum

Rex Tillerson var vikið úr starfi utanríkisráðherra í gær. Mike Pompeo tekur við starfinu.

Rex Tillerson lætur af störfum í lok mars. Fréttablaðið/Getty

Rex Tillerson, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði í gær við hegðun rússneskra stjórnvalda í yfirlýsingu sinni eftir að honum var sagt upp störfum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gær að Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, tæki við starfi Tillerson, sem lætur af störfum í lok mars. Gina Haspel tekur við CIA af Pompeo staðfesti þingið ráðningu hennar.

Tillerson minntist ekki á Trump í yfirlýsingu sinni, en andað hefur köldu á milli þeirra og er brottvísun hans úr starfi því ekki beint óvænt.

Sagði utanríkisráðherrann, sem áður var forstjóri olíufyrirtækisins Exxon Mobil, að margt gott hefði áunnist í samskiptum Bandaríkjanna við Kína og í tengslum við kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu.

Hins vegar bæri að varast Rússa og þeirra vafasömu hegðun og aðgerðir. Fari svo að þeir feti sömu braut og þeir hafa hingað til gert séu líkur á að innilokunarstefna þeirra verði umfangsmeiri og sé það fáum til góðs.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Trump víkur Tillerson úr starfi

Bandaríkin

Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda

Tækni

Vistuðu ótal læsileg lykilorð

Auglýsing

Nýjast

Starfsfólk Porsche fékk 1,3 milljónir í bónus

​Lokanir á Lyng­dals­heiði, Hellis­heiði og Þrengslum

Leggja fram þriðja orku­pakkann „á ís­lenskum for­sendum“

„Óbilgirnin er svakaleg“

Élja­bakki og hvassvirði nálgast suð­vestur­hornið

Clio „Besti framleiðslubíllinn“ í Genf

Auglýsing