Erlent

Tillerson varar við Rússum

Rex Tillerson var vikið úr starfi utanríkisráðherra í gær. Mike Pompeo tekur við starfinu.

Rex Tillerson lætur af störfum í lok mars. Fréttablaðið/Getty

Rex Tillerson, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði í gær við hegðun rússneskra stjórnvalda í yfirlýsingu sinni eftir að honum var sagt upp störfum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gær að Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, tæki við starfi Tillerson, sem lætur af störfum í lok mars. Gina Haspel tekur við CIA af Pompeo staðfesti þingið ráðningu hennar.

Tillerson minntist ekki á Trump í yfirlýsingu sinni, en andað hefur köldu á milli þeirra og er brottvísun hans úr starfi því ekki beint óvænt.

Sagði utanríkisráðherrann, sem áður var forstjóri olíufyrirtækisins Exxon Mobil, að margt gott hefði áunnist í samskiptum Bandaríkjanna við Kína og í tengslum við kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu.

Hins vegar bæri að varast Rússa og þeirra vafasömu hegðun og aðgerðir. Fari svo að þeir feti sömu braut og þeir hafa hingað til gert séu líkur á að innilokunarstefna þeirra verði umfangsmeiri og sé það fáum til góðs.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Trump víkur Tillerson úr starfi

Bandaríkin

Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda

Malasía

Yfir tutt­ug­u látn­ir eft­ir ban­vænt heim­a­brugg

Auglýsing

Nýjast

Talin hafa brotið kynferðislega á fjölda kvenna

Feng­ið líf­láts­hót­an­ir eft­ir að hafa stig­ið fram

For­­dæm­ir „morð­­æf­ing­ar“ NATO í Sand­­vík

Hundruð hermanna æfir í Sandvík

Mikill áhugi Kínverja vekur vonir á Kópaskeri

Sátt um kjarnorkulausan Kóreuskaga

Auglýsing