Krist­rún Frosta­dóttir, for­maður Sam­fylkingarinnar, segir að per­sónu­legur hugur hennar um aðild að ESB hafi ekki breyst þótt hún leggi á­herslu á að and­stæðingar ESB eigi skjól í flokknum.

„Ég er ó­feimin að segja að ég er í grunninn jafnaðar­kona og svo er ég Evrópu­sinni,“ segir Krist­rún. „Ég vil fylkja fólki saman um grunn­gildi jafnaðar­stefnunnar án á­steytingar­steinsins sem aðild að ESB er.“

Krist­rún er ný­bakaður for­maður stjórn­mála­flokks sem fyrir nokkrum vikum lagði fram þings­á­lyktunar­til­lögu á­samt Pírötum og Við­reisn um þjóðar­at­kvæða­greiðslu um fram­hald við­ræðna við ESB.

Þing­mennirnir vilja að þjóðin verði spurð hvort Ís­land eigi að taka upp þráðinn í við­ræðum við Evrópu­sam­bandið með það að mark­miði að aðildar­samningur yrði borinn undir þjóðina til sam­þykktar eða synjunar. Svar­mögu­leikar yrðu já eða nei.

Þegar Krist­rún er spurð hvort hún myndi standa að þings­á­lyktunar­til­lögunni í dag svarar hún:

„Mér finnst þetta ekki vera for­gangs­mál. Eins og ég hef áður sagt þá er þetta ekki rétti tíminn að mínu mati til að leggja á­herslu á málið. Það eru mörg önnur stór og á­ríðandi verk­efni fram undan og það getur ekki allt verið í for­gangi. Mitt fyrsta þing­mál sneri að vel­ferðar- og hús­næðis­málum. Ég tel samt að það sé mikil­vægt og gott að þetta sé rætt inni á Al­þingi.“

Spurð hvort limirnir dansi eftir höfði formannsins, svarar Krist­rún:

„Spurningin snýst um tíma­setningu. Mér finnst skipta máli fyrir þjóðar­at­kvæða­greiðslu að fyrst hafi farið fram í­grunduð um­ræða og að önnur mál séu framar í for­gangi.“