Donald Trump Banda­ríkja­for­seti lagði til í gær að for­seta­kosningunum sem eiga að fara fram 3. nóvember verði frestað. Í færslu sem hann birti á Twitter í gær segist hann óttast kosninga­svik og ó­ná­kvæm úr­slit verði notast við póst­kosningu. Best sé að fresta kosningunum þar til ó­hætt verði að kjósa á hefð­bundinn hátt.

Fáir hafa tekið undir til­lögu for­setans og jafn­vel dyggustu stuðnings­menn hans lýstu því við­horfi í gær að halda yrði kosningar á réttum tíma.

„Kosningarnar fara fram í New Hamps­hire 3. nóvember, punktur! Kerfið okkar er öruggt og á­reiðan­legt,“ sagði ríkis­stjóri New Hamps­hire, repúblikaninn Chris Sununu, í gær, en hann sækist eftir endur­kjöri í em­bætti þegar kjör­tíma­bili hans lýkur í haust.