Mikill við­búnaður var hjá sjó­björgunar­sveitum á suð­vestur­horninu fyrr í kvöld þegar til­kynning barst um vélar­vana skemmti­bát sem rak að landi rétt austan At­la­gerði­stanga við Voga á Vatns­leysu­strönd.

Að sögn Davíðs Más Bjarna­sonar, upp­lýsinga­full­trúa hjá Slysa­varna­fé­laginu Lands­björg, hafði á­höfn á bátnum rekið mótorinn niður og báturinn orðið vélar­vana um 300 til 400 metrum frá landi.

Um hálf­tíma eftir að út­kall barst hafði bátinn rekið að landi og komust á­höfn og far­þegar af sjálfs­dáðum í land, allir ó­meiddir.

Björgunar­sveitar­fólk á björgunar­bát frá Reykja­nes­bæ mætti á vett­vang stuttu síðar og dró bátinn til hafnar í Vogum. Að­gerðir hafi í alla staði gengið vel, þrátt fyrir nokkuð rok og öldu­gang.