Alls voru til­kynnt 87 mál til lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu í gær­kvöldi og í nótt. Tíu líkams­á­rásir voru til­kynntar en þar af voru þrjár stór­felldar líkams­á­rásir. Lög­reglan hefur málin til rann­sóknar.

Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Þá var einnig eitt­hvað um akstur undir á­hrifum, bæði fíkni­efna og á­fengis. Þá var til að mynda öku­maður sviptur öku­réttindum eftir að reyndist vera ölvaður við akstur. Alls voru fimm öku­menn teknir fyrir akstur undir á­hrifum.

Þá voru einnig tveir aðilar grunaðir um þjófnað, annar aðilinn var síðan á­kærður fyrir vopna­laga­brot en hann var með hnúa­járn á sér með hnífs­blaði.

Alls gistu átta manns í fanga­geymslum eftir nóttina.