Þrjár líkams­á­rásir voru til­kynntar til lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu seinasta hálfa sólar­hringinn, sam­kvæmt dag­bók lög­reglu.

Í heildina voru 74 mál skráð hjá lög­reglunni á tíma­bilinu, frá klukkan fimm í gær­kvöldi þangað til klukkan fimm í morgun. Sex gista í fanga­geymslum eftir nóttina.

Fimm um­ferðar­ó­höpp voru skráð á tíma­bilinu og fjórir öku­menn voru hand­teknir fyrir akstur undir á­hrifum á­fengis eða fíkni­efna.