Mikið leysinga­vatn er nú á svæðinu við Detti­foss og er svæðinu við fossinn því lokað en þetta kemur fram í til­kynningu frá Vatna­jökuls­þjóð­garði á Face­book.

Vatn er farið að flæða yfir veg 862 á­leiðis að fossinum og um Sand­dal rennur nú á undir snjónum sem er alla jafna ekki til staðar. Í til­kynningunni kemur fram að við það skapist lífs­hættu­legar að­stæður og því hefur þjóð­garðs­vörður, í sam­ráði við Vega­gerðina og lög­reglu, lokað svæðinu fyrir um­ferð.

Ekki er víst hversu lengi lokunin varir en þessar að­stæður komu síðast upp vorið 2016 og var svæðinu við það til­efni lokað í um einn og hálfan sólar­hring.