Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu barst til­kynning um öskrandi mann í annar­legu á­standi fyrir tuan bóka­safn í Reykja­vík. Maðurinn var farinn þegar lög­regla kom á staðinn. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglu fyrir sunnu­dag.

Þá var öku­maður hand­tekinn vegna gruns um akstur undir á­hrifum fíkni­efni. Við leit á lög­reglu­stöð fundust fíkni­efni. Öku­maðurinn var látinn laus eftir sýna­töku.

Þá var lög­reglunni í Hafnar­firði og Garða­bæ til­kynnt um röra­sprengju í fjöru við Arnar­nes­vog. Sprengju­sér­fræðingar Ríkis­lög­reglu­stjóra fóru á vett­vang. Reyndist vera breyttur flug­eldur. Honum eytt með þar til gerðum búnaði sprengju­sveitar.