Tals­verður erill hefur verið hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu það sem af er degi að því er segir í dag­bók lög­reglu.

Upp úr klukkan sex í morgun var til­kynnt um líkams­á­rás í Grafar­vogi og er málið í rann­sókn.

Laust fyrir klukkan níu var til­kynnt um „mjög æstan mann“ sem hótaði starfs­fólki og kastaði til hlutum í mið­bænum og er at­vikið til rann­sóknar.

Tíu mínútur yfir klukkan níu barst önnur til­kynning frá Grafar­vogi. Þar var á ferðinni öku­maður sem grunaður er um akstur undir á­hrifum vímu­efna. Auk þess er hann grunaður um líkams­á­rás og er hann nú í fanga­geymslu lög­reglu.

„Þá eru ó­talin tölu­vert af málum þar sem lög­reglu þurfti að kalla til við að að­stoða við að leysa á­greinings­mál, um­ferðar­ó­höpp, koma fólki sem átti erfitt and­lega til hjálpar, þjófnaðar­mála auk nokkurra mála þar sem aðilar gátu ekki valdið sjálfu sér sökum ölvunar“, segir að lokum í dag­bók lög­reglu.