Björgunar­sveitir í Ár­nes­sýslu leita nú báts­verja sem mögu­lega féllu frá borði á Álfta­vatni rétt ofan við Þrastar­lund. Í til­kynningu frá Lands­björg kemur fram að um tíu hafi verið til­kynnt um mann­lausan bát. Þá kemur fram að leitað verði á svæðinu auk þess sem reynt verður að ná á eig­anda bátsins.

Þá segir í til­kynningunni að nokkuð hafi verið um út­köll í kvöld. Björgunar­sveitin Dag­renning á Hvols­velli var kölluð út snemma í kvöld til að sækja veikan ein­stak­ling í Botna­skála á Emstrum og var hann fluttur í sjúkra­bíl.

Auk þess voru björgunar­sveitir í Eyja­firði kallaðar út vegna mikilla vatna­vaxta og lið­sinna lög­reglu við lokanir og mat á hættu auk annara verk­efna. Lög­reglan hefur varað fólk á því svæði við því að vera á ferðinni að ó­þörfu.