Björgunarsveitir í Árnessýslu leita nú bátsverja sem mögulega féllu frá borði á Álftavatni rétt ofan við Þrastarlund. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að um tíu hafi verið tilkynnt um mannlausan bát. Þá kemur fram að leitað verði á svæðinu auk þess sem reynt verður að ná á eiganda bátsins.
Þá segir í tilkynningunni að nokkuð hafi verið um útköll í kvöld. Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út snemma í kvöld til að sækja veikan einstakling í Botnaskála á Emstrum og var hann fluttur í sjúkrabíl.
Auk þess voru björgunarsveitir í Eyjafirði kallaðar út vegna mikilla vatnavaxta og liðsinna lögreglu við lokanir og mat á hættu auk annara verkefna. Lögreglan hefur varað fólk á því svæði við því að vera á ferðinni að óþörfu.