Lög­regla hafði af­skipti af tveimur mönnum á bar í hverfi 108 skömmu fyrir mið­nætti í gær. Maður til­kynnti um líkams­á­rás og kvaðst vera með brákaða tönn eftir að hafa verið sleginn í and­litið. Á­rása­r­aðilinn kvaðst hafa slegið manninn einu sinni utan undir þar sem á­rásar­þoli hafi í­trekað verið með kyn­þátta­for­dóma í hans garð þar sem á­rása­r­aðili er dökkur á hörund. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglu.

Um tvö­leytið var til­kynnt um um­ferðar­slys í hverfi 203. Ung kona lá á götunni eftir fall af Vespu. Konan var með verki í fæti og baki og var hún flutt með sjúkra­bif­reið á Bráða­deild til að­hlynningar. Öku­maður Vespunnar var farinn af vett­vangi og vildi konan engar upp­lýsingar gefa varðandi hann.

Um sexleytið í gær­kvöld var til­kynnt um þjófnað á verð­mætum úr læstu hótel­her­bergi í hverfi 101. Leikja­tölvu og fjar­stýringum var stolið.

Skömmu fyrir mið­nætti hafði lög­regla af­skipti af tveimur mönnum í hverfi 210. Mennirnir voru grunaðir um neyslu og vörslu fíkni­efna og þjófnað á reið­hjólum.

Tveir bílar óku á ljósa­staur

Rúm­lega 9 í gær­kvöldi var bif­reið ekið á ljósa­staur við Gullin­brú og var henni svo ekið af vett­vangi. Tjón­valdur, ung kona, var stöðvuð skömmu síðar og flutt með sjúkra­bif­reið á Bráða­deild til að­hlynningar. Konan er grunuð um akstur bif­reiðar undir á­hrifum á­fengis og fíkni­efna og að lokinni að­hlynningu á Bráða­deild var hún vistuð í fanga­geymslu lög­reglu fyrir rann­sókn máls. Orku­veitu var til­kynnt um staurinn.

Þá var einnig til­kynnt um um­ferðar­ó­happ í hverfi 101 um 1 leytið í nótt eftir að bíll ók á ljósa­staur. Öku­maðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var að lokinni sýna­töku vistaður fyrir í fanga­geymslu lög­reglu rann­sókn máls. Orku­veitu var til­kynnt um ó­happið og Krókur sá um að flytja bif­reiðina af vett­vangi.

Lög­regla stöðvaði einnig tvær bif­reiðar á mis­munandi tímum í hverfi 109. Öku­mennirnir voru báðir grunaðir um akstur undir á­hrifum fíkni­efna.