Land­helg­is­gæsl­unni bár­ust um sex­leyt­ið í dag nokkr­ar til­kynn­ing­ar frá fólk­i allt frá Akra­nes­i og til Kirkj­u­bæj­ar­klaust­urs um „hvít ljós á loft­i“ sem virt­ust brenn­a upp og stefn­a til jarð­ar.

Guð­mund­ur Rún­ar hjá Land­helg­is­gæsl­unn­i seg­ir í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið eft­ir að til­kynn­ing­ar bár­ust hafi ver­ið kann­að hvort ein­hverr­a flug­vél­a væri sakn­að auk þess sem skip á svæð­in­u voru feng­in til að svip­ast um eft­ir slík­um ljós­um.

„Þau stað­fest­u að þau sáu þess­i hvít­u ljós,“ seg­ir Guð­mund­ur Rún­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veð­ur­stof­unn­i feng­u þau ekki til­kynn­ing­ar um ljós­in og sáu ekki neitt um þau í sín­um at­hug­un­um en feng­u til­kynn­ing­ar frá Land­helg­is­gæsl­unn­i um að sést hefð­i til ljós­ann­a í bæði Vest­mann­a­eyj­um og á Akra­nes­i.

Guð­mund­ur Rún­ar seg­ir að hug­mynd­ir hafi ver­ið uppi um að stein­inn teng­ist loft­stein­a­dríf­u sem von er á næst­u helg­i. Dríf­an kall­ast Le­on­ít­ar og dreg­ur nafn af stjörn­u­merk­in­u Leo sem loft­stein­arn­ir virð­ast kom­ast frá.

Ljósin sáust vel frá Gróttu á Seltjarnarnesi.
Mynd/Gunnar Ársæll Ársælsson

Ólíklegt að steininn tengist lofsteinadrífu sem er væntanleg

Að sögn vís­ind­a­manns­ins Þor­steins Sæ­munds­son­ar er þó ó­lík­legt að „ljós­in“ sem voru á loft­i í kvöld teng­ist því að nokkr­u leyt­i. Fram kem­ur í svari hans til Fréttablaðsins að dríf­unn­ar gæti vart fyrr en þett­a stjörn­u­merk­i kem­ur upp, og það sé ekki fyrr en síðl­a kvölds.

„Þótt Le­on­ít­arn­ir geti ver­ið nokk­uð bjart­ir er sjald­gæft að þeir veki ver­u­leg­a at­hygl­i. Skil­yrð­i til að sjá þá í ár eru held­ur slæm vegn­a af­stöð­u tungls - þeir sjást best á dimm­um himn­i,“ seg­ir Þor­steinn í svar­i til blaðs­ins.

Sævar Helgi segir að alltaf sé jafn skemmtilegt að sjá bjarta lofsteina.
Fréttablaðið/Stefán

Steinar sem verða að vígahnöttum

Sæ­var Helg­i Brag­a­son hjá Stjörn­u­fræð­i­vefn­um seg­ir í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið að lík­leg­a hafi ver­ið um loft­stein að ræða. Hann tek­ur und­ir það sem Þor­steinn seg­ir að ó­lík­legt sé að loft­stein­a­dríf­an næst­u helg­i hafi nokk­uð að gera með ljós­in sem sá­ust í kvöld.

„Það kem­ur auð­vit­að fyr­ir ann­að slag­ið að við fáum loft­stein yfir loft­hjúp­inn og þeir geta ver­ið mjög stór­ir. Stund­um eru þeir það stór­ir og bjart­ir að þeir verð­a eins­kon­ar víg­a­hnett­ir sem lýsa allt upp og vekj­a mikl­a at­hygl­i hjá þeim sem sjá. Það er ef­laust það sem gerð­ist í kvöld. Að­stæð­ur eru góð­ar og það sést í heið­an him­inn,“ seg­ir Sæ­var Helg­i.

Hann seg­ir að erf­itt sé að á­ætl­a hvers­u stór hann hafi ver­ið en yf­ir­leitt séu hnett­irn­ir í um 100 kíl­ó­metr­a loft­hæð og sjá­ist því á víð­feðm­u svæð­i.

„Það er því ekk­ert ó­lík­legt að fólk sjái stein frá Reykj­a­vík og líka frá Akur­eyr­i. Þeir eru það hátt uppi. Þeir ferð­ast líka mjög hratt. Allt frá ell­ef­u upp í 80 eða 90 kíl­ó­metr­a hrað­a á sek­únd­u. Þann­ig þeg­ar þeir dett­a í gegn­um loft­hjúp­inn lýsa þeir upp vegn­a þess að þeir ryðj­a ljós­in­u á und­an sér og sjást vel,“ seg­ir Sæ­var Helg­i.

Hann seg­ir að yf­ir­leitt séu þeir ekki svo stór­ir í raun.

„Þeir eru kannsk­i á stærð við stein­völ­u. En ef þeir eru mjög bjart­ir þá eru þeir kannsk­i á stærð við jarð­ar­ber, golf­kúl­u eða hand­bolt­a og vekj­a þá mjög mikl­a at­hygl­i,“ seg­ir Sæ­var Helg­i.

Hann seg­ir að það sé allt­af jafn skemmt­i­legt að sjá slík­a stein­a, þó það sé til­vilj­an­a­kennt hve­nær það ger­ist.

„Þett­a er geim­grjót frá þeim tíma þeg­ar plán­et­urn­ar voru að mynd­ast,“ seg­ir Sæ­var Helg­i að lok­um.

Nán­ar­i lýs­ing­u á leónótum og lofsteinum er að finn­a á alm­an­aksv­ef Háskóla Íslands hér og svo hér á Stjörn­u­fræð­i­vefn­um.