Á tíunda tímanum í morgun var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um hest á vappi í íbúðarhverfi í Árbænum. Hesturinn fannst ekki þrátt fyrir leit og hefur vonandi skilað sér til síns heima, að því sem fram kemur í pósti frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Í morgun var maður í annarlegu ástandi handtekinn í miðborg Reykjavíkur. Við öryggisleit fundust fíkniefni á honum. Þá var tilkynnt um bíl sem hafði runnið á annan bíl í Laugardalnum. Báðir voru bílarnir mannlausir og enginn slys urðu á fólki. 

Að lokum var maður stöðvaður við akstur í Kópavogi þar sem hann reyndist vera undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum.