Arnar­lax til­kynnti Mat­væla­stofnun síðast­liðinn föstu­dag um gat á nótar­poka einnar sjó­kvíar við Laugar­dal í Tálkna­firði. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Mat­væla­stofnun.

Gatið upp­götvaðist við þrif og er við­gerð lokið. Sam­kvæmt upp­lýsingum var gatið um sjö sinnum tólf sentí­metrar og á tveggja metra dýpi. Voru um 179 þúsund laxar í henni og meðal­þyngd þeirra um 280 grömm. Nótar­pokinn var heill við köfunar­eftir­lit sem fram fór 6. ágúst síðast­liðinn.

Segir í til­kynningunni að at­vikið sé nú til með­ferðar hjá Mat­væla­stofnun og munu eftir­lits­menn á vegum stofnunarinnar skoða að­stæður hjá fyrir­tækinu og fara yfir við­brögð þess.

Arnar­lax lagði út net í sam­ráði við Fiski­stofu til að kanna hvort slysa­slepping hefði átt sér stað. Var netjanna vitjað bæði á laugar­dag og sunnu­dag og veiddist enginn lax. Hefur veiði­að­gerðum verið hætt.