Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um sinubruna á Laugarnestanga rétt fyrir miðnætti í gærkvöld. Slökkvilið var sent á vettvang og reyndist vera um afmarkaðan sinubruna að ræða.

Slökkvilið hafði verið kallað út fyrr um daginn þegar eldur kviknaði í hrauni í Hafnarfirði í gær. Mikinn reykjarmökk lá frá eldinum og náði hann að breiða sér yfir rúmlega 600 fermetra svæði.

Tilkynnt var um tvo drengi sem voru að kveikja í pappír við Vatnsendablett rétt fyrir klukkan níu í gær. Slökkvilið var sent á vettvang þar sem hætta var á að eldurinn bærist í gróður.

Kallað var til lögreglu korter yfir tíu á veitingahús í miðbænum vegna fjársvika. Gestur hafði þá fengið veitingar sem í ljós kom að hann gat ekki greitt fyrir.