Lyfja­stofnun hefur borist ein til­kynning um and­lát eftir bólu­setningu með bólu­efni Jans­sen. Þetta kemur fram á vef Lyfja­stofnunar, þar sem tekið er fram að ekkert bendi til or­saka­sam­hengis milli til­kynntra and­láta og bólu­setningar.

Við­komandi er á aldrinum 65-74 ára. Þetta er fyrsta and­látið sem er til­kynnt til stofnunarinnar eftir bólu­setningu með Jans­sen. Rúm­lega 50 þúsund Ís­lendingar hafa verið bólu­settir með efninu.

Ó­líkt hinum bólu­efnunum þarf einungis einn skammt af Jans­sen. Lyfja­stofnun tekur fram að ekkert bendi til or­saka­sam­hengis milli til­kynntra and­láta og bólu­setningar gegn CO­VID-19. Til dagsins í dag hafa 124 til­kynningar vegna gruns um al­var­lega auka­verkun borist Lyfja­stofnun.

Á vef Lyfja­stofnunar eru til­kynntar auka­verkanir sundur­liðaðar eftir bólu­efnum. Þar kemur fram að alls sex til­kynningar um and­lát í kjöl­far bólu­setningar hafi borist í júní.