Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu var til­kynnt um „af­brigði­lega hegðun manns“ síð­degis í gær, sam­kvæmt dag­bók lög­reglunnar. Maðurinn stóð á svölum í­búðar sinnar og öskraði og grét. Þegar lög­reglan kemur á svæðið er ljóst að um ölvaðan ein­stak­ling er að ræða sem þarfnaðist ekki að­stoð lög­reglu.

Þá var til­kynnt um að maður væri blóðugur eftir líkams­á­rás. Lög­regla fór á staðinn og er gerandi hand­tekinn á vett­vangi skömmu síðar.

Að öðru leyti var fremur ró­legt hjá lög­reglunni í nótt. Nokkrir öku­menn stöðvaðir grunaðir um akstur undir á­hrifum á­fengis og eða fíkni­efna.

Einn ökumaður sem var stöðvaður í akstri á níunda tímanum í gær reyndist eftirlýstur við vinnslu málsins og gerði lögreglan nauðsynlegar ráðstafanir.