Lög­reglunni bárust til­kynningar um 195 nauðganir á fyrstu níu mánuðum ársins og voru um 22 nauðganir til­kynntar á mánuði. Til­kynningum um nauðganir fjölgaði um 26 prósent frá því í fyrra.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkis­lög­reglu­stjóra um kyn­ferðis­brot, en þar kemur einnig fram að fækkun var í til­kynningum um kyn­ferðis­brot. Lög­reglan skráði 490 til­kynningar, sem sam­svarar tæp­lega 2 prósent fækkun milli ára.

Í mála­skrá lög­reglu vegna kyn­ferðis­brota er bæði skráð hve­nær brot er til­kynnt og hve­nær þau áttu sér stað. Á­stæða þess er að í kyn­ferðis­brotum líður oft tími á milli þess að brotið á sér stað og til­kynnt er um það til lög­reglu. Þegar horft er til tíma brots, var til­kynnt um 146 nauðganir sem áttu sér stað fyrstu níu mánuði ársins eða 16 nauðganir á mánuði, sem sam­svarar 16 prósent aukningu frá sama tíma­bili í fyrra. Um tíu prósent þeirra sem eru grunaðir eru undir 18 ára aldri.

Skráðum blygðunar­semi- og kyn­ferðis­brotum gegn börnum fækkar á milli ára, en brotum gegn kyn­ferðis­legri á­reitni og gegn kyn­ferðis­legri frið­helgi fjölgar.

Meðal­aldur sak­borninga í kyn­ferðis­brota­málum er 35 ár og eru 95 prósent grunaðra karl­menn.