Skráðum hegningar­laga­brotum á höfuð­borgar­svæðinu fækkaði tölu­vert milli mánaða en alls voru 683 brot skráð í nóvember. Fækkun var í flestum brota­flokkum en til­kynningum um heimilis­of­beldi og kyn­ferðis­brot fjölgaði aftur á móti milli mánaða.

Að því er kemur fram í mánaðar­skýrslu lög­reglu­stjórans á höfuð­borgar­svæðinu bárust 72 til­kynningar um heimilis­of­beldi í nóvember, til saman­burðar við 64 til­kynningar í októ­ber. Ef miðað er við 6 mánaða meðal­tal er um að ræða mikla fjölgun en árs meðal­tal er innan marka.

Þá voru í heildina 63 kyn­ferðis­brot skráð í nóvember, til saman­burðar við 30 brot í októ­ber. Aftur á móti voru að­eins níu brot til­kynnt sem áttu sér stað í nóvember, sem er fækkun milli mánaða.

Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar milli ára.
Mynd/LRH

Alls hafa borist um 13 prósent fleiri til­kynningar um heimilis­of­beldi en á sama tíma­bili á árunum 2017-2019 en þó hefur skráðum kyn­ferðis­brotum fækkað um 31 prósent og til­kynningum um kyn­ferðis­brot fækkað um 13 prósent miðað við sama tíma­bil síðustu þrjú ár.

Skráð of­beldis­brot voru síðan á­líka mörg í októ­ber og nóvember en alls voru 96 of­beldis­brot skráð í nóvember, þar af 77 minni­háttar líkams­á­rásir og 16 stór­felldar líkams­á­rásir. Meðal­tal fyrir sex mánuði og eitt ár er innan marka en eitt prósent færri til­kynningar hafa borist miðað við síðustu þrjú ár.

Til­kynningum um þjófnað og inn­brot fækkaði á milli mánaða en til­kynningum um nytja­stuld á vél­knúnum öku­tækjum fjölgaði á milli mánuði. Þá fækkaði skráðum fíkni­efna­brotum milli mánaða auk þess sem til­kynningum um ölvunar­akstur fækkaði lítil­lega milli mánaða.

Skýrsluna í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.