Lyfjastofnun hefur tekið saman fjölda tilkynninga vegna lyfjaskorts á síðasta ári, að ósk Fréttablaðsins.

Í fyrra bárust 846 tilkynningar um lyfjaskort. Þar af voru 820 frá markaðsleyfishöfum og 26 frá einstaklingum.

Fram kom í Fréttablaðinu í gær að hægari aðföng lyfja og málsvæði íslenskunnar væru áskoranir. Mörg dæmi eru um að íslenskir sjúklingar þurfi undanþágur fyrir lyf og getur sú staða komið upp að leiðbeiningar séu á erlendum tungumálum, svo sem spænsku.

Málið kom til umræðu á Alþingi í fyrradag þar sem haldið var fram að fjöldi íslenskra barna hefði lent í vandræðum vegna lyfjaskorts.