Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag er greint frá nokkrum innbrotum. Lögregla fékk tvær tilkynningar um innbrot og þjófnað í miðborginni.

Annars vegar var verkfærum stolið, og hins vegar var brotist inn í bílskúr.

Þá er greint frá innbroti í geymslu í Hafnarfiði. Og í Mosfellsbæ sást maður fara inn um glugga, en þegar lögreglu bar að var ekkert að sjá.

Í dagbókinni er einnig greint frá vinnuslysi sem átti sér stað um borð í skipi og hlaut einstaklingur áverka á fæti.