Tilkyningum um auka­verk­an­ir í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19 fjölg­ar og eru þær nú orðnar alls 210 talsins. Þar af eru 12 skilgreindar sem alvarlegar. Þeim hefur fjölgað um tíu frá því á miðvikudaginn. Þetta kemur fram á vef Lyfjastofnunar.

Stofnuninni hefur borist 141 tilkynning vegna gruns um aukaverkun vegna bóluefnis Pfizer, þar af 11 alvarlegar. 69 tilkynningar hafa borist vegna bóluefnis Moderna, þar af ein alvarleg.

Flestar tilkynningar til Lyfjastofnunar vegna gruns um aukaverkanir varða einkenni frá stungustað og flensulík einkenni.

Alls hafa átta andlát verið tilkynnt eftir bólusetningu gegn COVID-19. Fyrstu fimm andlátin voru rannsökuð en í einu tilfelli var ekki hægt að útiloka að um orsakatengsl milli bóluefnisins og andlátsins væri að ræða. Áttunda andlátið var tilkynnt á þriðjudag, Rúna Hauks­dóttir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofnunar, segir að engar vís­bendingar séu um tengsl and­látanna við bólu­setninguna en allir þeir sem hafa látist voru aldraðir með undir­liggjandi sjúk­dóma.