Þau leiðindar mistök áttu sér stað í gær þegar verið var að loka Fréttablaði dagsins að það steingleymdist að fela páskaungann í blaðinu. Því miður áttuðum við okkur á mistökunum eftir að blaðið var farið í prentun. það verður því enginn páskavinningur í dag en í staðinn munum við draga út þrjá vinningshafa á morgun í stað tveggja eins og til stóð. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.