Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt að barn hafi látist í Garðabæ síðastliðinn þriðjudag en greint var frá andlátinu í fjölmiðlum fyrr í dag.

Að því er kemur fram í tilkynningu lögreglunnar er um að ræða mikinn harmleik en ekkert bendi til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.

Lögreglan veitir þó ekki frekari upplýsingar að svo stöddu og biður fjölmiðla um að veita aðstandendum svigrúm til þess að syrgja.