Ríkisstjórn hefur boðað til blaðamannafundar í Safnahúsinu í dag klukkan 11:30 þar sem líklega verður tilkynnt um afléttingar á sóttvarnatakmörkunum.

Á fundinum mun Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra boða afléttingar og fara yfir áætlunina og skrefin sem verða tekin næstu daga og vikur.

Bætt var um takmarkanir á Alþingi í gær þar sem stjórnarandstaðan kallaði eftir aðkomu þingsins í staðfestingu ráðstafana.

„Við erum á miklum tímamótum,“ sagði Willum á þinginu í gær og tók fram að fullt tilefni væri til að vera bjartsýnn á þessum stað í faraldrinum.

Verulegar breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi sóttkvíar síðasta þriðjudag.

Samkvæmt núgildandi reglum um sóttkví þurfa þau sem eru útsett fyrir utan heimili einungis að fara í smitgát en börn og unglingar eru undanþegin. Reynir Scheving tók upp á því að útbúa flæðirit sem hefur nýst mörgum vel sem má sjá hér fyrir neðan.

Mynd: Reynar Scheving