Parið sem fannst látið á Sólheimasandi var á þrítugsaldri. Þau voru fædd 1999 og 1997 og voru bæði frá Kína.

Vinnu á vettvangi er lokið en rannsókn málsins heldur áfram næstu daga. Lögreglan vinnur í kvöld að því að hafa samband við aðstandendur parsins til að uppýsa þau um líkfundinn. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið.

Oddur getur ekki staðfest að konan og karlinn hafi verið í sambandi en segir að þau hafi ferðast saman.

Einungis 150 metrar voru á milli parsins að því er fram kemur í frétt Vísis.

Lög­reglan á Suður­landi fékk tilkynningu um líkfundinn rétt fyrir hádegi í dag en lík konunnar fannst skammt frá göngu­­stíg að flug­­vélar­flakinu á Sólheimasandi.

Lík mannsins fannst um klukkan 14:00 skammt frá þeim stað sem konan lá.  

Allar líkur eru á því að parið hafi orðið úti en ekki liggur fyrir hversu lengi þau hafi verið á Sólheimasandi áður en þau létu lífið. Dánarorsök mun ekki ligga fyrir fyrr en að aflokinni krufningu.