Jón Hjalta­son, sagn­fræðingur og full­trúi Flokks fólksins í skipu­lags­ráði Akur­eyrar­bæjar, segist vera til­búinn að víkja úr ráðinu að nokkrum skil­yrðum upp­fylltum.

Jón sagði sig úr flokknum á dögunum auk odd­vitans Brynjólfs Ingvars­sonar. Þá var Hjör­leifur Hall­gríms­son vara­bæjar­full­trúi rekinn úr flokknum. Málið komst í há­mæli eftir að þrjár konur úr flokknum fyrir norðan báru þre­menningana þungum sökum í yfir­lýsingu sem þær sendu frá sér.

Í að­sendri grein í Frétta­blaðinu í dag fer Jón yfir málið eins og það blasir við honum.

„Inga Sæ­land kallar mig svikara. Ég er sam­mála henni um for­sendur al­hæfingarinnar. Pólitískt kjörinn full­trúi fylgir sínum flokki ella víkur hann úr störfum á hans vegum og eftir­lætur þau öðrum. Þar með er ég kominn í mót­sögn við sjálfan mig og skulda kjós­endum skýringar á þeirri á­kvörðun minni að sitja sem fastast í skipu­lags­ráði Akur­eyrar­bæjar,“ segir hann.

Ekki rétt hjá Ingu

Jón fer svo yfir málið og vísar í yfir­lýsingu þeirra Mál­fríðar Þórðar­dóttur, Tinnu Guð­munds­dóttur og Hannesínu Scheving Virgild Chester um kyn­ferðis­lega á­reitni og and­legt of­beldi. Hann segir að Guð­mundur Ingi Kristins­son, vara­for­maður flokksins, hafi stað­hæft að honum hafi í­trekað borist fréttir af „niðrandi og fyrir­lit­legri fram­komu“. Þá hafi Inga Sæ­land, for­maður flokksins, á­lasað þeim fyrir að hafa „aldrei hlustað á hvað konunum leið illa“ en Jón segir að það sé ekki rétt hjá Ingu.

„Við hlustuðum og þetta heyrðum við. Þann 11. júní er haldinn fundur norðan heiða. Inga Sæ­land er við­stödd. Við Brynjólfur Ingvars­son, odd­viti Ff á Akur­eyri, fáum orð í eyra fyrir að hafa ekki staðið okkur þegar kom að skipun í nefndir á vegum bæjarins. Gagn­rýnin er rétt­mæt. Við játum mis­tök. Fundinum lýkur í mikill ein­drægni og sátt. Inga Sæ­land minnir á að það sé mann­legt að gera mis­tök. Ekki orð um meint kyn­ferðis­lega á­reitni hvað þá svæsið ein­elti.“

Hann segir að tveimur mánuðum síðar, 14. ágúst, hafi þingn­maðurinn Jakob Frí­mann stýrt vel heppnaðri skemmtun flokksins í Lysti­garðinum. Inga Sæ­land hafi komið og tekið lagið og allir verið glaðir. Þau tvö hafi rætt saman stund og Inga meira að segja rætt enn lengur við Hjör­leif Hall­gríms. „Enginn minnist á kyn­ferðis­lega á­reitni né heldur svæsið ein­elti.“

„And­setinn af Hall­dóri í Holti“

Jón segir að svo hafi eitt­hvað gerst þriðju­daginn 6. septem­ber.

„Inga Sæ­land talar við mig í síma og út­húðar Brynjólfi Ingvars­syni. Fyrir honum vaki það eitt að sundra og grafa undan flokknum, hann sé „and­setinn af Hall­dóri í Holti“ – hennar orð – en þeir tveir hafi bruggað henni laun­ráð um nokkurt skeið. Í máli sínu kemur hún að því oftar en einu sinni að stjórn Ff muni funda seinna þennan sama dag og þar verði Brynjólfi gerðir tveir kostir, að fara strax í veikinda­leyfi annars verði hann rekinn úr flokknum.“

Jón segir að þrátt fyrir að þetta sam­tal hafi staðið drjúga stund hafi hún ekki minnst einu orði á kyn­ferðis­lega á­reitni né svæsið ein­elti sem konurnar þrjár hafi mátt sæta.

„Þennan sama dag heimta áður­nefndar þrjár konur að við fundum – þetta er vissu­lega fyrir fram á­kveðinn fundar­dagur – en Brynjólfur getur ekki mætt og ég þykist vita hvað sé á seyði. Fer því fram á frestun með þessu skeyti: „Gagn­rýnum hann [Brynjólf] aug­liti til aug­litis en ekki að honum fjar­stöddum, að því er lítill mann­dóms­bragur.“ Þrátt fyrir þessi frýjunar­orð fallast þær ekki á frestun.

Jón segir að enn og aftur ekki komi ekki orð um kyn­ferðis­lega á­reitni eða of­beldis­fulla hegðun þeirra Brynjólfs síðan „snemma í vor.“

„Seinna í vikunni er fundað. Mál­fríður heldur tölu um hvað henni þyki vænt um Brynjólf og hafi miklar á­hyggjur af heilsu­fari hans. Þegar Mál­fríður víkur sér í­trekað undan að svara spurningu sem snýr að heiðar­leika í sam­skiptum ber undir­ritaður í borð. Mál­fríður Þórðar­dóttir víkur í ræðu sinni ekki einu orði að kyn­ferðis­legri á­reitni né ein­elti. Er þó kominn 10. septem­ber og konurnar þrjár þá mánuðum saman átt í „ein­stak­lega tauga­trekkjandi“ sam­starfi við mig sem olli „okkur öllum ó­mældri van­líðan og kvíða“, segja þær fullum fetum.“

Ekki í vafa um niðurstöðu slíkrar rannsóknar

Hann segir svo að ör­fáum dögum síðar, eða þann 13. septem­ber sé þó þetta tvennt; kyn­ferðis­leg á­reitni og lúa­legt ein­elti, orðið það sem þessari „ó­nefndri karla­for­ystu“ flokksins á Akur­eyri er gefið að sök og Guð­mundi Inga vara­for­manni Ff „í­trekað borist fregnir af“.

„Við hin „ó­nefnda karla­for­ysta“ komum hins vegar af fjöllum. Þessar sakar­giftir höfðu aldrei fyrr verið nefndar í okkar eyru, Inga Sæ­land aldrei reynt sættir eins og hún vill þó vera láta, hvað þá að vara­for­maðurinn hafi borið þessar á­virðingar undir okkur áður en hann hleypti þeim í loftið fyrir al­þjóð að sjá.“

Jón segir að hver verði að dæma fyrir sig en í hann sé hlaupin kergja.

„Ég skil hins vegar gagn­rýni Ingu Sæ­land og er reiðu­búinn að víkja ef stjórn flokksins hrindir í fram­kvæmd eigin sam­þykkt um að skipa hlut­lausa rann­sóknar­nefnd er fari ofan í kjölinn á þessu máli. Síðan verði haldinn blaða­manna­fundur í húsa­kynnum Flokks fólksins þar sem konurnar þrjár, for­maður og vara­for­maður játi mis­tök, biðjist af­sökunar og dragi allan ó­sómann til baka – því ég er ekki í nokkrum vafa um niður­stöðu slíkrar rann­sóknar.“