Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra, hefur mælt fyrir frumarpi um breytingu á lögum um dóm­stóla, lögum um með­ferð einka­mála og lögum um með­ferð saka­mála. Lagt er til að settur verði á fót endur­upp­töku­dómur, að því er fram kemur á vef Stjórnar­ráðsins.

Með frum­varpinu er lagt til að settur verði á stofn nýr dóm­stóll, Endur­upp­töku­dómur, sem komi í stað endur­upp­töku­nefndar. Á vef Stjórnar­ráðsins kemur fram að tekin yrðu af öll tví­mæli um að dóms­valdið væri ein­vörðungu á hendi dóm­enda.

End­ur­upp­­töku­­dóm­ur verður skipaður fimm dómur­um. Að meiri­hluta verður hann skipaður em­bætt­is­­dómur­um frá hverju hinna þriggja dóm­­stiga. Tveir dóm­ar­ar verða skipaðir að und­an­­geng­inni aug­­lýs­ingu. Þeir síðar­­nefndu munu dæma í öll­um mál­um sem koma inn á borð dóm­­stóls­ins á­samt ein­um em­bætt­is­­dóm­ara.

Fram kemur á vef Stjórnar­ráðsins að með þessu frum­varpi sé stefnt að rýmkun skil­yrða til endur­upp­töku einka­mála. Tekið er fram að sam­kvæmt gildandi lögum þurfi þrjú ksil­yrði að vera upp­fyllt til að mál fáist endur­upp­tekin. Tvö þess­ara skil­yrða eru sér­­staks eðlis þar sem leiða verður sterk­ar lík­ur að því ann­ars veg­ar að máls­at­vik hafi ekki verið leidd rétti­­lega í ljós þegar málið var til með­ferðar og hins veg­ar að ný gögn muni verða til breyttr­ar niður­­­stöðu í mik­il­­væg­um at­riðum. Þriðja skil­yrðið vís­ar til þess að önn­ur at­vik mæli með því að leyfi verði veitt, þar á meðal að stór­­felld­ir hags­mun­ir aðilans séu í húfi.

Segir á vefnum að með frum­varpinu sé lagt til að nægi­legt sé að öðru hvoru sér­stöku skil­yrðanna sé full­nægt til að mál fáist endur­upp­tekið, enda hin al­mennu skil­yrði jafn­framt fyrir hendi.

Skil­yrðin taka ann­ars veg­ar til þeirra til­­vika þegar sterk­ar lík­ur eru að því leidd­ar með nýj­um gögn­um eða upp­­­lýs­ing­um að máls­at­vik hafi ekki verið rétti­­lega leidd í ljós þegar málið var til með­ferðar og aðilan­um verði ekki um það kennt. Hins veg­ar taka skil­yrðin til annarra til­­vika en þeirra sem varða máls­at­vik. Sam­­kvæmt því næg­ir að fram hafi komið ný gögn eða upp­­­lýs­ing­ar sem sterk­ar lík­ur mæla með að muni breyta fyrri niður­­­stöðu dóms­­máls­ins. Með nýj­um gögn­um eða upp­­­lýs­ing­um í þess­um skiln­ingi geta verið úr­­­lausn­ir al­þjóð­legra dóm­­stóla á borð við Mann­rétt­inda­­dóm­­stól Evr­ópu og EFTA-dóm­­stól­inn.