Það er til skoðunar að flytja helming nem­enda Haga­skóla í Korpu­skóla á meðan unnið er að leysa bruna­vanda­mál í hús­næði sem Hagaskóli hefur haft til umráða í Ármúla.

Þetta stað­festir Helgi Gríms­son, sviðs­stjóri skóla- og frí­stundar­sviðs í sam­tali við mbl.is. Hann segir þetta vera niður­stöður úr fundi full­trúa Reykja­víkur­borgar og skóla­ráðs Haga­skóla, for­eldra­fé­lagi og trúnaðar­mönnum kennara og annars starfs­fólk sem fór fram í fyrra­dag.

Eins áður hefur verið greint frá var kennsla hjá um fjögur hundruð börnum í Haga­skóla felld niður á mánu­daginn síðast­liðinn, þar sem slökkvi­liðsins á höfuð­borgar­svæðinu hafði gert al­var­legar at­huga­semdir um skort á bruna­vörnum í bráða­birgða­hús­næði skólans sem stað­sett er í Ár­múla. Nemendur Hagaskóla hafði verið komið fyrir í húsnæðinu við Ármúla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í upphafi árs.

Ef nem­endur verða ekki fluttir í annan skóla, er einnig til skoðunar að tví­setja hús­næðið í Ár­múla eins og var gert í gær.