Tíkin Vera kom heim til sin í gærmorgun, um klukkan 6, eftir að hafa verið týnd síðan seint á föstudagskvöldið. Fundarlaunum hafði verið heitið til þess sem myndi finna hana en sést hafði til ókunnugs einstakling taka hana upp í Toyota Rav aðfaranótt laugardags.

Samtökin Dýrfinna og hundasveitin voru við leit alla helgina og töldu mögulegt að einhver hefði fundið Veru og ætlað sér að skila henni þegar væri búið að bjóða upp á fundarlaun.

„ Okkur þykir gaman að tilkynna það en Vera kom heim til sín klukkan rúmlega 6 í morgun, þann 16. janúar. Hún var ekki köld og ekki skítug. Þetta er allt mjög grunsamlegt en við munum líklega aldrei fá skýringu á þessu,“ segir Eygló Anna Guðlaugsdóttir sjálfboðaliði hjá samtökunum