Fyrirtækinu BSV ehf. hefur verið gert að taka leikfanga kolkrabba úr sölu með vísan til laga um öryggi vöru og leikfanga og markaðssetningu þeirra á evrópska efnahagssvæðinu. Þarf heildverslunin að eyða öllum eintökum varanna sem enn kunna að vera til á vörulager fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í ákvörðun Neytendastofu Íslands. Málið varðar öryggi leikfangsins „Reversible Octopus Plush“, sem var flutt inn og selt af BSV í gegnum Hópkaup. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir stofnunarinnar um gögn til að staðfesta öryggi leikfangsins, ásamt tímabundnu banni við sölu og afhendingu á leikfanginu, gerði BSV engar tilraunir til að verða við beiðninni. Engin gögn um öryggi kolkrabbans liggja því fyrir í málinu samkvæmt Neytendastofu.

Stofnunin reyndi fimm sinnum að hafa samband við BSV en fékk engin svör vegna málsins.

Leikfangið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Tik Tok líkt og má sjá hér fyrir neðan.

@red__angel

I love him today🥰 #reversibleoctopus #fy #fyp #foryou #foryoupage #boyfriend #octopus #octopusplush

♬ The Cuppycake Song - Buddy Castle
@flipitplushies

I just can’t with the cuteness 💓 #fyp #flipitplushies #cuties #adorable #octoplush #reversibleoctopus

♬ original sound - Flip It Plushies
@saviangabrielle

“it’s already in motion...” thank you for my reversible plush: @teeturtlereversibleplush #teeturtle #regularshow #plush #reversibleoctopus #toy #fup

♬ original sound - 😈