Níu af hverjum tíu Ís­lendingum nota sam­fé­lags­miðilinn Face­book reglu­lega og yfir helmingur segist nota YouTu­be, Snapchat, Spoti­fy og Insta­gram. Þetta kemur fram í könnun MMR sem fram­kvæmd var dagana 4. til 8. maí. Heildar­fjöldi svar­enda 1.023 ein­staklingar, 18 ára og eldri.

Alls kváðust 90% svar­enda nota Face­book reglu­lega, 64% YouTu­be, 62% Snapchat, 57% Spoti­fy og 55% Insta­gram. At­hygli vekur að 14% svar­enda kváðust nota Tik Tok reglu­lega en hlut­fall reglu­legra not­enda for­ritsins reyndist einungis 0,2% í könnun síðasta árs.

Nokkur aldurs­skipting reyndist á notkun lands­manna á Tik Tok en heil 42% svar­enda yngsta aldurs­hópsins kváðust nota miðilinn reglu­lega, saman­borið við 9% þeirra 30-49 ára, 2% svar­enda 50-67 ára og enga svar­endur elsta aldurs­hópsins.

Sam­kvæmt MMR var ekki að finna mark­tækan mun á notkun þriggja vin­sælustu sam­fé­lags­miðlanna á milli ára en notkun á YouTu­be mældist í fyrsta skiptið meiri en Snapchat.

Mark­tæk aukning reyndist hins vegar á notkun Spoti­fy og Insta­gram sem fór upp um fimm prósentu­stig frá því í fyrra.

Heimild:MMR

Konur meira á Face­book og karlar meira á YouTu­be

Konur reyndust lík­legri til að segjast nota Face­book (97%), Snapchat (70%), Spoti­fy (61%) og Insta­gram (67%) heldur en karlar.

Karlar (68%) reyndust hins vegar lík­legri en konur (59%) til að segjast nota YouTu­be reglu­lega.

Notkun kynjanna á Face­book virðist stefna í sitt hvora áttina en notkun kvenna jókst um 3 prósentu­stig frá mælingum síðasta árs, á sama tíma og notkun karla dróst saman um rúm 7 prósentu­stig.

Þá jókst notkun kvenna á Youtu­be (+5 prósentu­stig), Spoti­fy (+11 prósentu­stig) og Insta­gram (+9 prósentu­stig) yfir sama tíma­bil.

Heimild:MMR

Reglu­leg notkun á Face­book mest hjá fólki undir fimm­tugt

Reglu­leg notkun á Face­book reyndist mest meðal svar­enda undir 50 ára aldri (93%) og fór hún minnkandi með auknum aldri.

Svar­endur í yngsta aldurs­hópi (18-29 ára) reyndust lík­legri en svar­endur annarra aldurs­hópa til að segjast nota YouTu­be (84%), Snapchat (84%), Spoti­fy (85%) og Insta­gram (77%) reglu­lega en notkun allra sam­fé­lags­miðlanna fór minnkandi með auknum aldri.

Nokkur aukning reyndist á notkun yngsta aldurs­hópsins á YouTu­be (+6 prósentu­stig) og Spoti­fy (+8 prósentu­stig) frá síðustu mælingu en notkun þeirra á Snapchat (-5 prósentu­stig) og Insta­gram (-2 prósentu­stig) mældist minni þetta árið heldur en í fyrra.

Hins vegar var nokkra aukningu að sjá á notkun Insta­gram á meðal annarra aldurs­hópa, sér í lagi þeirra 30-49 ára (+11 prósentu­stig).

Í­búar höfuð­borgar­svæðisins meira á Twitter

Svar­endur af höfuð­borgar­svæðinu reyndust lík­legri en þau af lands­byggðinni til að segjast nota Twitter (21%), Reddit (11%) og Lin­kedIn (10%) reglu­lega en notkun höfuð­borgar­búa á Twitter jókst um 5 prósentu­stig á milli ára.

Notkun á Twitter mældist mest meðal svar­enda 18-29 ára (27%) og þeirra 30-49 ára (22%) en aukningu var að merkja á milli ára á notkun 30-49 ára svar­enda á miðlinum (+5 prósentu­stig). Svar­endur í yngsta aldurs­hópi reyndust einnig lík­legri en svar­endur annarra aldurs­hópa til að segjast nota Reddit (23%) reglu­lega en notkun þeirra á miðlinum jókst um 8 prósentu­stig á milli ára.

Heimild:MMR