Upp­still­ing­a­nefnd­ir Við­reisn­ar á suð­vest­ur­horn­in­u eru enn að störf­um, en að sögn Jenn­ýj­ar Guð­rún­ar Jóns­dótt­ur, fram­kvæmd­a­stjór­a flokks­ins, má bú­ast við því að það drag­i til tíð­ind­a í næst­u viku í þeim kjör­dæm­um sem enn hafa ekki til­kynnt um fram­boðs­list­a sína.

Töl­u­verð spenn­a rík­ir um odd­vit­a­sæt­in í Reykj­a­vík, en flokk­ur­inn á einn þing­mann í báð­um kjör­dæm­um borg­ar­inn­ar, þær Hönn­u Katr­ín­u Frið­riks­son og Sig­ríð­i Þor­björg­u Gunn­laugs­dótt­ur.

Báð­ar hafa lýst yfir vilj­a til að hald­a á­fram en var­a­for­mað­ur flokks­ins, Daði Már Krist­óf­ers­son, vill einn­ig vera í for­yst­u í borg­inn­i.

Sam­kvæmt heim­ild­um Frétt­a­blaðs­ins er alls ekki sam­hljóm­ur í upp­still­ing­a­nefnd Reykj­a­vík­ur um að færa aðra þing­kon­un­a neð­ar til að hleyp­a var­a­for­mann­in­um að. Mið­að við kann­an­ir fær flokk­ur­inn að­eins einn mann kjör­inn í hverj­u kjör­dæm­i og því að­eins odd­vit­a­sæt­in ör­ugg þing­sæt­i.

Þá hef­ur einn­ig ver­ið bent á að karl­ar muni leið­a öll þrjú kjör­dæm­i lands­byggð­ar­inn­ar og hald­i all­ar þing­kon­ur flokks­ins sín­um odd­vit­a­sæt­um verð­i kynj­a­hlut­fall með­al odd­vit­a flokks­ins jafnt.