Væntingar stjórn­enda þýskra fyrir­tækja til efna­hags­á­stands eru nei­kvæðari nú en þær hafa verið undan­farin tvö ár. Margt bendir til að stærsta hag­kerfi í Evrópu sé á barmi efna­hags­lægðar.

Væntingar­vísi­tala Ifo-stofnunarinnar féll úr 92,2 í 88,6 milli mánaða, mun meira en hag­fræðingar höfðu búist við.

Þýska­land hefur orðið harka­lega fyrir barðinu á verð­hækkunum á olíu og gasi sem stafa af inn­rás Rúss­lands í Úkraínu og af­leiðingum þvingunar­að­gerða Vestur­landa gegn Rússum í kjöl­farið.

Á föstu­dag verða birtar tölur um lands­fram­leiðslu á öðrum árs­fjórðungi og í könnun Reu­ters meðal hag­fræðinga segir að þeir búist við að vöxturinn mælist að­eins 0,1 prósent á fjórðungnum. Á fyrsta árs­fjórðungi óx lands­fram­leiðsla um 0,2 prósent eftir 0,3 prósenta sam­drátt á fjórða árs­fjórðungi í fyrra.

Að sögn Clemens Fu­est, for­stjóra Ifo, er mikil svart­sýni nú ríkjandi meðal stjórn­enda þýskra iðn­fyrir­tækja og einnig er svart­sýni orðin ráðandi meðal stjórn­enda þjónustu­fyrir­tækja, ekki síst smá­sölunnar, og meðal byggingar­fyrir­tækja. Út­litið sé ekki einu sinni bjart í ferða- og hótel­geiranum. „Allir geirar at­vinnu­lífsins eru svart­sýnir.“

Út­litið er lítið betra í Frakk­landi og því virðist sem tvö stærstu hag­kerfi álfunnar stefni nú hrað­byri í efna­hags­lægð. Þetta gæti gerst síðar á þessu ári eða um ára­mót, en það er skil­greint sem efna­hags­lægð þegar efna­hags­sam­dráttur er tvo árs­fjórðunga í röð.