Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði í heimsókn sinni til Viln­ius, höfuðborgar Litáen, í gær að Þjóðverjar muni setja yfir þrjú þúsund manna herdeild í viðbragðsstöðu til að hraða sér til Litáen.

„Við erum reiðubúin að efla skuldbindingar okkar og þróa það með öflugri herdeild sem hefur fælingarmátt og ver gegn árásum,“ vitnar Danmarks Radio til orða Scholz.

„Við munum verja hvern einasta fersentímetra af landsvæði NATO,“ lofaði Scholz enn fremur.

Þetta kemur í beinu framhaldi af yfirlýsingum Scholz um að hann muni styrkja þýska herinn um hundrað miljón evrur aukalega á hverju ári. En það framlag er ætlað til að bæta hernaðargetu Þýskalands.