Þyrlustjóri sem starfar hjá Landhelgisgæslu Íslands er nú í leyfi frá störfum vegna máls sem er til rannsóknar hjá lögreglunni. Frá þessu er greint á vef RÚV en þar kemur fram að rannsókn lögreglunnar varði kynferðisbrotamál sem á að hafa komið upp utan vinnustaðar.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir í samtali við RÚV að maðurinn sé í leyfi en á vef RÚV segir að maðurinn hafi verið handtekinn, að húsleit hafi verið gerð á heimili hans og að lögreglan hafi tekið af honum skýrslu og honum svo sleppt.