Á­höfn­in á TF-LIF, þyrl­u Land­helg­is­gæsl­unn­ar, sótt­i síð­deg­is í gær veik­an skip­verj­a sem stadd­ur var á fisk­i­skip­i um 70 sjó­míl­ur aust­ur af Djúp­a­vog­i.

Stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar barst hjálp­ar­beiðn­i frá skip­stjór­a fisk­i­skips­ins á þriðj­a tím­an­um í gær og kem­ur fram í til­kynn­ing­u frá Land­helg­is­gæsl­unn­i að þyrl­an hafi þá ver­ið í flug­i á­leið­is til Hafn­ar í Horn­a­firð­i. Þyrl­an lent­i á Höfn og tók elds­neyt­i áður en hún sótt­i skip­verj­ann.

Seg­ir í til­kynn­ing­u að þeg­ar þyrl­an kom að skip­verj­un­um hafi híf­ing­ar geng­ið vel. Sér­stak­leg­a ef til­lit er tek­ið til að­stæðn­a, en kol­nið­a­myrk­ur var þeg­ar þyrl­an kom að skip­in­u og fór skut­ur þess allt að átta metr­a upp og nið­ur þeg­ar sig­mað­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar fór um borð.

Þyrl­an Eir var söm­u­leið­is köll­uð út en hún var til taks á Höfn í Horn­a­firð­i á með­an á­höfn­in á TF-LIF sótt­i skip­verj­ann.

Skip­verj­inn var að lok­um flutt­ur á Höfn en þar beið sjúkr­a­flug­vél Mý­flugs sem flaug með mann­inn til Reykj­a­vík­ur.