Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í dag fjóra ferðamenn sem voru fastir í Kerlingarfjöllum ásamt tveimur leiðsögumönnum.

Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, veiktist einn ferðalangurinn og var óskað eftir aðstoð þyrlunnar þar sem ófært er á svæðið og búist er við að svo verði næstu daga.

Það var Vísir sem greindi fyrst frá og segir að samkvæmt þeirra upplýsingum hafi fólkið verið fast í Kerlingarfjöllum í fjóra daga.

Sveinn Kristján sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki vita hversu lengi fólkið hafi verið á svæðinu. Hann segir að ekki hafi væst um fólkið, sem dvöldu í skála í Kerlingarfjöllum, en ákveðið hafi verið að kalla til þyrluna vegna veikindanna.

Flogið var með ferðamennina, sem eru frá Hollandi og Belgíu, til Reykjavíkur.