Barn sem hafði fest sig í stiga í sund­lauginni á Flúðum, var flutt með þyrlu Land­helgis­gæslunnar á sjúkra­hús í Reykja­víkur.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni á Suður­landi.

Barnið hafði misst með­vitund en nær­staddir náðu að losa barnið komu því til með snar­ræði til með­vitundar með skyndi­hjálpar­kunn­áttu sinni.

Barnið liggur enn á sjúkra­húsi en upp­lýsingar um líðan þess liggja ekki fyrir að því er fram­kemur í fyrr­nefndri til­kynningu.

Mjög fjöl­mennt var á Suður­landi um helgina, tjald­svæði þétt skipuð og veður gott.

Kótellettan á Sel­fossi fór fram um helgina, auk hjól­reiða­keppninnar, Kia Gull­hringsins. Þá fór flug­há­tíðin „Allt sem flýgur“ fram á flug­vellinum við Hellu.