Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út áttunda tímanum í morgun vegna veikinda um borð í skemmtiferðaskipi sem statt er í Skutulsfirði á Vestfjörðum.

Eins og stendur er þyrlan enn yfir skipinu og eru bæði sigmaður og læknir um borð til að meta ástand farþegans.

Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, á enn eftir að ákveða hvort að farþeginn verði fluttur um borð í þyrluna og flogið með hann á sjúkrahús.

Þyrlan hefur vakið athygli á Ísafirði þar sem hún hangir yfir skipinu.
Mynd/Aðsend